
Skrifstofurými
Hafðu það sem allra best í vinnunni.
Vinnusvæði sem er fullbúið tæknibúnaði og húsgögnum, fyrir einstaklinga eða heilu starfsteymin. Vinnusvæði sem getur vaxið með hverju fyrirtæki.

Regus býr yfir stærsta þjónustuneti heims hvað varðar vinnurými og sameiginleg vinnusvæði.
Við bjóðum upp á faglegt og hvetjandi starfsumhverfi sem hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.
Vinnusvæði í borgum, á flugvöllum, í þjónustumiðstöðvum, opinberum byggingum og á lestarstöðvum - við erum sífellt að stækka við okkur.
Vertu laus við uppsetningarkostnað, fjárfestingar og annað sem fylgir rekstri fasteigna: Við losum þig við hið daglega amstur sem fylgir fasteignaumsjón.
Einn samningur, einföld tilkynningaþjónusta, öflug reikningsumsjón og þjónusta við viðskiptavini sem er opin allan sólarhringinn.
Þú getur stækkað eða minnkað vinnusvæðið þitt með sveigjanlegum hætti, allt eftir þörfum þínum eins og þær eru á þessari stundu, sem og síðar meir.
Vinnusvæði sem er fullbúið tæknibúnaði og húsgögnum, fyrir einstaklinga eða heilu starfsteymin. Vinnusvæði sem getur vaxið með hverju fyrirtæki.
Skrifborðspláss í skemmtilegu samnýttu skrifstofurými – fyrstur kemur, fyrstur fær. Þú getur líka tekið frá þitt eigið skrifborð.
Óformleg fundaraðstaða þar sem alltaf er hægt að kíkja við. Öruggt Wi-Fi-net, aðgangur að prentara, skanna og ljósritunarvél.
Aðild hjá okkur gefur þér frábær tækifæri til að nýta umfangsmikið þjónustunet okkar af setustofum, sameiginlegum vinnusvæðum og einkaskrifstofum í öllum miðstöðvum okkar.
Við bjóðum upp á fjölbreytta möguleika sem henta ólíkum þörfum.
Leita að stöðum