Því miður tókst ekki að finna {{term}}. Reyndu aftur.
Viðbrögð Regus vegna COVID-19
Regus Chairman - Douglas Sutherland

Douglas Sutherland

Stjórnarformaður

Douglas Sutherland var tilnefndur stjórnarformaður 18. maí 2010. Douglas var fjármálastjóri Skype þegar fyrirtækið var keypt af eBay og var einnig fjármálastjóri Secure Wave þegar fyrirtækið var keypt af PatchLink. Fyrir það var Douglas Arthur Andersen Partner og starfaði við stjórnun á alþjóðavísu. Hann hefur starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækja í mörgum lögsagnarumdæmum og var einn af stofnendum og stjórnarformaður Ameríska verslunarráðsins í Lúxemborg. Douglas er einnig framkvæmdastjóri Median Gruppe S.à r.l. og Socrates Health Solutions Inc.

Regus CEO Mark Dixon

Mark Dixon

Forstjóri

Framkvæmdastjórinn og stofnandinn Mark Dixon er einn af best þekktu frumkvöðlum Evrópu. Frá því að hann stofnaði Regus í Brussel í Belgíu árið 1989 hefur hann skapað sér gott orðspor fyrir forystu og nýsköpun. Fyrir Regus stofnaði hann fyrirtæki á sviði smá- og heildsölu í matvælaiðnaðinum. Mark hefur hlotið fjölmörg verðlaun fyrir atvinnusköpun og umbylt því hvernig fyrirtæki taka á fasteignaþörfum sínum með sýn sinni á það hvernig vinna verður stunduð í framtíðinni.

Regus COO & CFO - Dominik de Daniel

Dominik de Daniel

Fjármála- og rekstrarstjóri

Dominik de Daniel gekk til liðs við Regus 1. nóvember 2015 sem fjármála- og rekstrarstjóri. Áður en hann gekk til liðs við Regus var hann fjármálastjóri Adecco Group í yfir 9 ár en fyrirtækið er í forystu á heimsmælikvarða á sviði mannauðslausna; Dominik var einnig yfirmaður Global Solutions hjá Adecco Group og bar ábyrgð á alþjóðlegri upplýsingastjórnun og starfsemi Adecco Group í Kína. Dominik var áður fjármálastjóri DIS AG, leiðandi fyrirtækis á markaði í Þýskalandi á sviði ráðningarmála, áður en Adecco Group keypti fyrirtækið að lokum.

Regus Senior Non-Executive Director - Lance Brown

Lance Brown

Háttsettur óháður stjórnarmaður sem ekki er í framkvæmdastjórn

Lance Browne var skipaður stjórnarmaður hjá Regus, án þess að sitja í framkvæmdastjórn, 27. ágúst 2008 og varð háttsettur óháður stjórnarmaður 18. maí 2010 og formaður útnefningarnefndarinnar 27. september 2012. Lance var áður forstjóri og síðar stjórnarformaður Standard Chartered Bank (Kína), Ltd, stjórnarmaður IMI plc, án þess að sitja í framkvæmdastjórn, háttsettur ráðgjafi hjá Lundúnaborg, stjórnarformaður China Goldmines plc, og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Powergen International. Lance er stjórnarformaður Travelex (Kína) og meðlimur WS Atkins International Advisory Board.

Regus Non-Executive Director - Elmar Heggen

Elmar Heggen

Óháður stjórnarmaður sem ekki er í framkvæmdastjórn

Elmar Heggen var skipaður stjórnarmaður Regus, án þess að sitja í framkvæmdastjórn, 1. júní 2010 og skipaður formaður endurskoðunarnefndarinnar 27. september 2012. Elmar býr yfir víðtækri stjórnunarreynslu. Frá árinu 2006 hefur hann starfað sem fjármálastjóri, yfirmaður Corporate Centre og meðlimur framkvæmdastjórnar RTL Group sem er leiðandi sjónvarpsstöð á sviði afþreyingarefnis í Evrópu. Hann gekk til liðs við RTL Group árið 2000 en var áður aðstoðarforstjóri deildar fyrir samruna og yfirtökur og aðstoðarforstjóri deildar fyrir stefnumótun og eftirlit. Áður en hann gekk til liðs við RTL var Elmar aðstoðarforstjóri og framkvæmdastjóri Felix Schoeller Digital Imaging í Bretlandi. Elmar er fjármálastjóri og meðlimur í framkvæmdastjórn RTL Group. Hann er einnig stjórnarmaður Atresmedia (Spáni) og Metropole television (Frakklandi) og stjórnarformaður Broadcast Centre Europe SA.

Regus Non-Executive Director - Florence Pierre

Florence Pierre

Óháður stjórnarmaður sem ekki er í framkvæmdastjórn

Florence Pierre var skipuð stjórnarmaður Regus, án þess að sitja í framkvæmdastjórn, 21. maí 2013. Eins og er sinnir hún forstöðu, ráðgjöf og áhættufjárfestingum hjá fyrirtækjum á sviði nýsköpunar og netþjónustu. Hún býr yfir 30 ára fjármálareynslu hjá alþjóðlegum fyrirtækjum, hefur gegnt yfirmannsstöðum hjá BNP, Financière, Rothschild, Degroof Corporate Finance og sinnt ráðgjöf í eigin nafni á sviði samruna og yfirtaka. Florence býr yfir alþjóðlegri yfirsýn því hún hefur starfað í Chicago, New York, París og Brussel. Hún hefur einnig sinnt kennslu í hagfræði og fjármálum, gefið út fjölda bóka og greina um verðmat auk þess að sinna nefndarstörfum í fjölmörgum frönskum nefndum á sviði frumkvöðlastarfsemi og nýsköpunar, bæði á vegum stjórnvalda og atvinnulífsins. Florence var stjórnarmaður 3i Infrastructure plc á árunum 2010 til 2013 og stjórnarmaður ESL Network, en það er leiðandi franskt ráðgjafarfyrirtæki á sviði efnahagsgreindar.

Regus Non-Executive Director - François Pauly

François Pauly

Óháður stjórnarmaður sem ekki er í framkvæmdastjórn

François Pauly var skipaður stjórnarmaður Regus, án þess að sitja í framkvæmdastjórn, 19. maí 2015. François hefur yfir 30 ára stjórnunarreynslu úr bankageiranum. François starfaði sem forstjóri og stjórnarformaður Banque Internationale à í Lúxemborg (“BIL”) til október 2014. Fyrri stjórnunarreynsla hans eru framkvæmdastjórastöður hjá BIP Investment Partners S.A., Dexia Group og hjá Sal. Oppenheimer jr. & Cie. S.C.A. François var meðeigandi og sinnti ráðgjafarstörfum hjá Castik Capital Partners og stjórnarmaður, án þess að sitja í framkvæmdastjórn, hjá Group la Luxembourgeoise SA. François er einnig í stjórn fjölmargra góðgerðasamtaka.

Regus Non-Executive Director - Nina Henderson

Nina Henderson

Óháður stjórnarmaður sem ekki er í framkvæmdastjórn

Nina Henderson var skipuð í stjórnina 20. maí 2014. Hún er nú um stundir stjórnarmaður, án þess að sitja í framkvæmdastjórn, hjá Hikma Pharmaceuticals PLC og stjórnarmaður hjá CNO Financial Group (Bankers Life, Washington National og Colonial Penn tryggingafyrirtækjunum). Nina er einnig framkvæmdastjóri Henderson Advisory sem veitir fjárfestingarfyrirtækjum mat á neytendaiðnaði. Á þrjátíu ára ferli sínum hjá Bestfoods og fyrirrennara þess, CPC International, hefur hún gegnt fjölmörgum framkvæmda- og markaðsstjórastöðum víðs vegar um heiminn og í Norður-Ameríku, þar á meðal var hún aðstoðarforstjóri Bestfoods og forstjóri Bestfoods Grocery. Nina hefur einnig verið í stjórn fjölmargra fyrirtækja í margvíslegum iðnaði, þar á meðal AXA Financial Inc, Royal Dutch Shell plc., Del Monte Food Company og Pactiv Corporation. Nina er fjárhaldsmaður Drexel University þar sem hún lauk BS gráðu með láði og hlaut AJ Drexel Distinguished Alumni verðlaunin árið 2010. Hún er einnig stjórnarmaður hjá Visiting Nurse Service í New York og Foreign Policy Association.